Íþróttir

„Hún er draumur hvers þjálfara – svo einfalt er það“

Það ráku örugglega margir upp stór augu í gær þegar markamaskínan Murielle Tiernan, sem leikið hefur með liði Stólastúlkna í fótboltanum síðustu sex tímabil með einstökum árangri, sendi stuðningsmönnum kveðju á Facebook og þakkaði fyrir frábæran tíma á Króknum. Feykir hafði samband við Murr í dag og spurði hvað kæmi til að hún yrði ekki lengur í herbúðum Tindastóls líkt og flestir hafa sennilega óskað sér.
Meira

Murr er komin í Fram

Áfram halda vendingar hjá Bestu deildar liði Tindastóls í fótboltanum. Nú hefur knattspyrnudeild Tindastóls sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að Murielle Tiernan hafi samið við Fram um að spila með þeim bláhvítu í 1.deildinni á komandi tímabili. Það verður mikill sjónarsviptir af Murr en hún hefur skorað 117 mörk í 129 leikjum fyrir Stólastúlkur síðustu sex árin.
Meira

Fyrsta tap Stólastúlkna síðan í október

Keppni í 1. deild kvenna í körfunni harðnar enn og baráttan á toppnum stefnir í eitthvað sögulegt. Í kvöld lék lið Tindastóls við Ármann í Laugardalshöllinni en liðin eru bæði í bullandi séns með sæti í Subway-deildinni næsta haust. Stólastúlkur höfðu ekki tapað leik í deildinni síðan 15. október en í kvöld reyndust heimastúlkur sterkari á lokakaflanum og hirtu stigin sem í boði voru. Lokatölur 71-64.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur á Austfjarðaúrvalinu

Kvennalið Tindastóls náði í góðan sigur í dag á Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu en stelpurnar mættu þá Austfjarðaúrvalinu sem er sameiginlegt lið FHL og Einherja. Úrslit leiksins urðu 4-0 og fylgdu stelpurnar þar með vel eftir 2-0 sigri sem vannst á liði Völsungs um síðustu helgi.
Meira

Gabby og Monica eru Stólastúlkur

Það hafa örugglega einhverjir fótboltaþyrstir saknað frétta úr herbúðum Bestu deildar liðs Tindastóls en nú í kvöld voru tvær stúlkur kynntar til leiks sem leikmenn liðsins komandi sumar. Markvörðurinn öflugi, Monica Wilhelm, sem lék með liðinu síðasta sumar við góðan orðstýr endurnýjar kynnin og þá hefur nýliðinn Gabby Johnson, sem síðast spilaði fyrir Virginia Tech háskólann, skrifað undir samning við Tindastól.
Meira

Ísland mætir Serbíu í dag

Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi er í dag, þegar íslensku strákarnir mæta Serbíu og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Meira

Keflvíkingar stungu Stólana af í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls mætti Keflvíkingum suður með sjó í Subway-deildinni nú í kvöld. Leikurinn var bísna fjörugur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 53-58 í hálfleik en Keflvíkingum tókst að gera Stólunum erfitt fyrir í síðari hálfleik og stungu síðan af með stigin tvö í fjórða leikhluta sem þeir unnu 28-12 og leikinn þar með 99-86.
Meira

Leikdagur

Meistaraflokkur Tindastóls karla í körfubolta fer suður í Blue höllina í kvöld og mætir liði Keflavíkur.
Meira

Öruggur sigur Tindastóls í Garðabænum

Lið Tindastóls mætti unglingaflokki Stjörnunnar í 1. deild kvenna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag. Hlutskipti liðanna er ólíkt þar sem Stjörnustúlkur hafa unnið einn leik í vetur en lið Tindastóls í toppbaráttu eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þær héldu uppteknum hætti í dag og unnu öruggan sigur, 59-100, og sitja nú toppi 1. deildar með 14 stig, líkt og KR og Ármann, en eiga leik til góða.
Meira

„Hjálpar ekki þegar við hittum illa sem heild“

„Varnarlega fannst mér við flottir, vorum samt að leyfa þeim að sækja aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skoruðu þeir slatta af stigum upp úr því en það lagaðist í seinni. Sóknarlega er það sem klikkaði meira og minna allan leikinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað hefði klikkað í gær í tapleik gegn liði Álftaness í Subway-deildinni.
Meira