Gleðiganga í norðansvalanum

Gleðiganga Árskóla á Sauðárkróki fór fram í dag en hún markar lok skólastarfs hvers skólaárs. Eftir nokkuð frábrugðna kennslu fyrst í morgun, þar sem 10. bekkingar brugðu sér í hlutverk kennara, hópuðust nemendur saman og gangan hófst. Gengið var upp á sjúkrahús þar sem farið var í leiki á túninu og sungið fyrir vistmenn og starfsfólk. Þá var haldið af stað í bæinn og áð við ráðhúsið þar sem einnig var sungið fyrir starfsfólk þess. Þaðan var gengið út að Kirkjutorgi og snúið aftur í skólann þar sem boðið var upp á  grillaðar pylsur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun við Kirkjutorg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir