Góður dagur á Króknum í dag - Myndir

Það var hin fínasta mæting á Kirkjutorgið á Sauðárkróki í dag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð. Boðið var upp á ávörp og söng og jólasveinar mættu á svæðið með fulla poka af mandarínum, nema það hafi verið klementínur, handa viðstöddum. Veðrið lék við þá sem mættu í úlpu og með húfu enda nokkrar gráður yfir frostmarkinu góða. Kaupmenn gamla bæjarins voru í jólaskapi og buðu upp á ýmis tilboð og kræsingar.

Enginn þurfti að fara svangur í bæinn því fyrr um daginn bauð Rótarýklúbbur Sauðárkróks hverjum sem vildi á jólahlaðborð í íþróttahúsinu þar sem vel var mætt. Í Náttúrustofu var boðið upp á dýrindis tertu í tilefni af 70 ára kaupstaðarréttindi Sauðárkróks og víða í gamla bænum var hægt að fá sér í gogginn. Meðal annars höfðu maddömurnar fengið pottinn hjá Grýlu lánaðan og elduðu kjötsúpu handa gestum sínum í Maddömukoti. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá deginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir