Jólaljós á Króknum

Það er vetrarríki hér fyrir norðan og Vetur konungur heldur betur búinn að sletta úr klaufunum, enda vel sprækur eftir að hafa sparað handtökin síðasta vetur.

Þó snjórinn geti á stundum verið þreytandi og flækst fyrir faraldsfótum þá eru sjálfsagt flestir hrifnari af hvítum jólum en rauðum og það stefnir í verulega hvít jól þetta árið.

Í kvöldmyrkrinu spegla jólaljósin sig í fannferginu og ljósmyndari Feykis hefur að undanförnu fangað nokkur jólaleg augnablik á mynd á Króknum. Afraksturinn má að hluta sjá hér fyrir neðan og vonandi gleðja myndirnar einhverja.

Fleiri fréttir