Sólin brosti við landsmönnum á 17. júní

Fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngu á Sauðárkróki í tilefni dagsins. MYND: ERLINGUR B JÓHANNESSON
Fjöldi fólks tók þátt í skrúðgöngu á Sauðárkróki í tilefni dagsins. MYND: ERLINGUR B JÓHANNESSON

Þann 17. júní voru liðin 80 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni voru hátíðarhöld á Sauðárkróki, Blönduósi og á Hvammstanga á Norðurlandi vestra. Það vildi svo heppilega til að veðrið lék við landsmenn í tilefni dagsins og það var ekki til að skemma fyrir þátttökunni.

Glæsileg dagskrá var á öllum stöðunum þar sem hátíðarávörp voru flutt, farið var í skrúðgöngu, hoppukastalar, andlistmálning, teymt undir krökkum, sápurennibrautir og ýmislegt fleira. Fjallkonurnar í ár voru þær Emelía Íris Benediktsdóttir á Hvammstanga, Vilborg Líndal fyrir Blönduós og Lydía Einarsdóttir fyrir Skagafjörð.

Hér koma nokkrar myndir en hægt er að skoða fleiri á Feykir.is. Myndirnar frá Hvammstanga tók Eydís Ósk, Katrín Lárusdóttir á Blönduósi og Ómar Bragi á Króknum nema Sigurbjörn Björnsson tók myndina af fornbílunum. /sg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir