Svaðaleg stemning í Höllinni í gær

Það var mikil stemning í Laugardalshöllinni í gær þegar Tindastóll lagði Hauka í undanúrslitum Maltbikarsins. Ljóst var að þarna myndu tvö hörkulið mætast þar sem Haukarnir hafa verið í fínum málum og standa efstir í Domino´s deildinni og  Tindastóll sjónarmun á eftir með tveimur stigum færra. Stuðningsmennirnir létu ekki sitt eftir liggja og fjölmenntu á upphitun í Ölver og svo í Höllina.

Það var engu líkara en Stólarnir væru á heimavelli þar sem stúkan var þéttsetinn Skagfirðingum og öðru stuðningsfólki. Stemningin skilaði sér vel á völlinn og létu leikmenn Tindastóls áhorfendur fá allt fyrir peninginn. Eins og lesa má HÉR bar Tindastóll sigur úr bítum og mæta KR í úrslitum nk. laugardag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá gærdeginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir