Sveitasæla 2019 - Myndasyrpa

Í gær var haldin heljarmikil landbúnaðarsýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, Sveitasæla 2019. Þar var margt til skemmtunar og fróðleiks og létu gestir sig ekki vanta. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, setti dagskrána formlega og Guðrún Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði gesti. Útsendari Feykis mætti með myndavélina og reyndi að fanga stemninguna.