Ungir myndasmiðir í Glaumbæ

Vinningsmyndin frá Jónu Karítas Guðmundsdóttur og Matthíasi Guðmundssyni.
Vinningsmyndin frá Jónu Karítas Guðmundsdóttur og Matthíasi Guðmundssyni.

Dagana 18. og 19. febrúar stóð Byggðasafn Skagfirðinga fyrir viðburðadagskrá í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði líkt og undanfarin ár en vegna ástandsins í samfélaginu var hún með örlítið breyttu sniði.

Fullorðnum í fylgd með börnum var boðið að heimsækja safnið og fara í fróðlegan og skemmtilegan ratleik og efnt var til ljósmyndasamkeppni þar sem verðlaunað var fyrir frumlegustu myndina í þjóðlegum anda. Starfsfólk Feykis og Nýprents voru fengin í valnefnd og bar ljósmynd eftir Jónu Karítas Guðmundsdóttur sigur úr bítum þar sem Matthías Guðmundsson situr fyrir. Meðfylgjandi má sjá úrval glæsilegra ljósmynda sem bárust í keppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir