Vel lukkaðir Lummudagar í norðangolunni - Myndir

Mugison lét skyndilegt rafmagnsleysi ekki stoppa sig í tónleikahaldinu og stökk af sviðinu ásamt hljómsveitarmeðlimum og hélt áfram við mikinn fögnuð gesta sem tóku vel undir með honum. Mynd: PF.
Mugison lét skyndilegt rafmagnsleysi ekki stoppa sig í tónleikahaldinu og stökk af sviðinu ásamt hljómsveitarmeðlimum og hélt áfram við mikinn fögnuð gesta sem tóku vel undir með honum. Mynd: PF.

Það var mikið um að vera í Skagafirði um liðna helgi en þá stóðu Lummudagar yfir, Landsbankamót á Sauðárkróki þar sem hundruð stúlkna léku fótbolta og Drangey Music Festival fór fram á laugardagskvöldinu á Reykjum á Reykjaströnd.

Landsbankamótið var eitt það fjölmennasta sem Tindastóll hefur staðið fyrir hingað til en rúmlega 100 lið mættu til leiks frá um 20 félögum. Mótið er ætlað stelpum í 6. flokki og hefur stækkað ört undanfarin ár. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á það besta, með norðan gjólu og hita undir hættumörkum, skemmtu krakkarnir sér vel ásamt foreldrum og aðstandendum og var mikil ánægja í mótslok með góða helgi.

Lummudagsgrillpartýin voru eitthvað færri eða minni í sniðum en oft áður, líklega vegna fyrrnefndrar veðuraðstæðna. En þau alhörðustu létu sig samt hafa það enda er veður bara hugarástand, eins og allir vita. Á laugardeginum var ýmislegt að gerast í bænum, sölubásar og tónlist svo eitthvað sé nefnt og m.a. stóð Latarbæjartríóið vel fyrir sínu þau Siggi sæti, Solla stirða og svo sjálfur íþróttaálfurinn sem eru sívinsæl hjá krökkunum.

Skipuleggjendur Drangey Music Festival eru með einhvern samning við veðurguðina þar sem veðrið hafði engi áhrif á tónleikana þrátt fyrir leiðinda spá. Sólin skein, nánast logn og 7 stiga hiti. Glæsilegir tónleikar með frábærum listamönnum.

Sigfús Ólafur Guðmundsson var vopnaður myndavél og tók meðfylgjandi myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir