Vel tókst til með Hofsós heim

Það var ljómandi stemning á Hofsósi um helgina. MYNDIR: Inga Þórey
Það var ljómandi stemning á Hofsósi um helgina. MYNDIR: Inga Þórey

Bæjarhátíðin Hofsós heim fór fram um síðastliðna helgi og gekk vonum framar. Óhætt er að segja að heldur betur hafi ræst úr veðrinu – sérstaklega þegar horft er til þess að veðrið hefur ekki alveg verið að vinna með íbúum á norðvesturhorni landsins það sem af er sumri.

Frábær fjölskyldudagur, brekkusöngur, skemmtileg böll og samvera fjölskyldu og vina. Fjölskylduskemmtunin var virkilega vel sótt af börnum og fullorðnum. Nefndin er gríðarlega þakklát fyrir hátíðina í heild og alla þá hjálp sem þau fengu.

Dágóðan slatta af myndum frá hátíðinni má sjá á Facebook-síðu Hofsós heim en myndirnar tók Inga Þórey Þórarinsdóttir. Feykir fékk nokkrar lánaðar til birtingar. /gg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir