Bó og meira til

Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Mynd af fésbókarsíðu kórsins.
Mynd: Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Mynd af fésbókarsíðu kórsins.

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.

Ráðgert er að halda þrenna tónleika; í Blönduósskirkju á morgun, fimmtudaginn 9. mars, í Miðgarði sunnudaginn 12. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga mánudaginn 13. mars. Allir hefjast þeir klukkan 20:30 og lofar Höskuldur Birkir Erlingsson, formaður kórsins, góðri skemmtun.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir