Bólu-Hjálmar settur á frest
Dagskrá sem vera átti um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu á Löngumýri í Skagafirði hefur verið frestað vegna versnandi veðurs og slæmrar veðurspár. Búist er við vaxandi norðan- og norðvestanátt með éljagangi um landið norðanvert.
Sjá veðurspá HÉR
Fleiri fréttir
-
Blönduósbær með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.01.2021 kl. 13.56 frida@feykir.isÞjóðskrá Íslands birti nýlega upplýsingar um fjölda erlendra ríkisborgara með skráða búsetu hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2020. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga, frá rúmum 44% niður í 1% en að jafnaði er hlutfallið um 14% sé horft til allra sveitarfélaga.Meira -
Ísak Óli valinn Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn
Nú á dögunum fór fram val í íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði en um er að ræða samstarfsverkefni UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var valinn Íþróttamaður ársins, kvennalið Tindastóls í knattspyrnu var valið lið ársins og þjálfarar þess, gamla tvíeykið, Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, voru valdir þjálfarar ársins.Meira -
Jarðvegssýni tekin á Hofsósi í síðustu viku
Starfsmaður Verkfræðistofunnar Eflu, ásamt starfsmanni Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnu að því í síðustu viku að taka sýni úr jarðvegi á svæði umhverfis bensínstöð N1 á Hofsósi þar bensínleki uppgötvaðist síðla árs 2019. Skipt var um tanka og jarðveg umhverfis þá síðasta sumar.Meira -
Fyrstu alíslensku þorralögin aðgengileg á Spotify
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.01.2021 kl. 08.55 palli@feykir.isBóndadagurinn er á morgun og gengur þá þorri í garð. Árni Björnsson segir í riti sínu Saga daganna að um fyrsta dag þorra hafi Jón Halldórsson í Hítardal (f. 1665) skrifað til Árna Magnússonar 1728, að sú hefð væri meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tiginn gest væri að ræða. Þau tímamót verða nú að fyrstu alíslensku þorralögin eru aðgengileg á Spotify og geta hljómað allan þorramánuðinn.Meira -
Gul viðvörun til hádegis
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.01.2021 kl. 08.47 frida@feykir.isGul veðurviðvörun er nú í gildi á Norðurlandi og verður svo fram til hádegis. Hvöss norðan og norðaustan átt er á landinu og verður áfram næstu daga. Spáin gerir ráð fyrir stífri norðan og norðaustan átt en hvassari á stöku stað með talsverðri snjókomu, einkum á Tröllaskaga þar sem er óvissustig vegna snjóflóða og hættustig á Siglufirði.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.