Gæðingamót og opið hús í Húnaveri

Gæðingamót framundan/Mynd: Tekin af Facebooksíðu Húnavers
Gæðingamót framundan/Mynd: Tekin af Facebooksíðu Húnavers

Þann 20. ágúst næstkomandi verður haldið gæðingamót með frjálslegum hætti á félagssvæði Óðins í Húnaveri.

Fram kemur á Facebooksíðu Húnavers að keppt verði í tvígangi (tölt og brokk) og þrígangi (tölt, brokk, skeið) á beinni braut. Einnig verða kappreiðar og glasareið. Þar kemur aukreitis fram að landsfrægir brekkudómarar sjái um dómgæsluna. Keppt verður bæði í barna og fullorðinsflokki á mótinu og verða beitarhólf fyrir ferðahesta og þá er gæðingur í verðlaun. Skráning fer fram á staðnum og er ekkert þátttökugjald.

Opið hús verður í Húnaverinu þennan dag frá 13:00 til 15:00 en heitt verður á könnunni. Grillað verður í hlöðunni eftir mót en fólk er beðið um að koma með eitthvað gott á grillið. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir