Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.

Á heimasíðu karlakórs Fóstbræðra segir að Gamlir Fóstbræður sé kór eldri félaga, nokkurs konar lávarða- eða öldungadeild. Félagið var stofnað árið 1959 að frumkvæði Hreins Pálssonar sem þá hafði um nokkurt skeið haldið hugmynd að stofnun þess á lofti. Gamlir hafa allt frá stofnun staðið þétt að baki og við hlið starfandi kórsins og komið fram á öllum stærri hátíðarstundum Fóstbræðra. Þeir æfa einu sinni í mánuði og hafa haldið tónleika víðs vegar um landið á starfsferli sínum.

Stjórnandi er Árni Harðarson og einsöngvari Þorgeir J. Andrésson. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir