Hugguleg stemning á stofutónleikum

Lára Sóley og Hjalti Jónsson á stofutónleikum í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Mynd: Jón Sigurðsson.
Lára Sóley og Hjalti Jónsson á stofutónleikum í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Mynd: Jón Sigurðsson.

Hjónin Hjalti Jónsson frá Blönduósi og Lára Sóley Jóhannsdóttir héldu stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á sunnudaginn var. Að sögn Láru Sóleyjar tókust tónleikarnir „ljómandi vel.“

„Það var góð mæting og mjög hugguleg stemning. Dásamlegur hljómburður í safninu og nálægðin við áheyrendur býr til stemmningu eins og verið sé að spila heima í stofu,“ sagði Lára Sóley þegar Feykir hafði samband við hana í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir