Jólahúnar á Hvammstanga í kvöld

Jólatónleikar Jólahúna verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld. Rannveig Erla skipuleggjandi tónleikanna segir að æfingar hafa gengið mjög vel og er spenningur fyrir tónleikum kvöldsins.

Það er valin maður á hverju hljóðfæri en Valdirmar Halldór Gunnlaugsson leikur á trommur, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson á píanó, Guðmundur Hólmar Jónsson á bassa og Guðmundur Grétar Magnússon á gítar. 15 flytjendur í jafn mörgum lögum verða á dagskrá tónleikanna sem hefjast klukkan 19:30 í kvöld en húsið opnar 19:00. Miðaverð er 3000 og rennur allur ágóði í Velferðarsjóð Húnaþings vestra.

Jólahúnar eru hugarfóstur Skúla heitins Einarssonar frá Tannstaðabakka sem lést eftir baráttu við krabbamein árið 2021. Samstaða og kærleikur er það sem tónleikarnir standa fyrir, svo í kvöld er ekki úr vegi að koma saman, njóta og styrkja gott málefni í leiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir