Konráðsþing í Kakalaskála

Konráð Gíslason.
Konráð Gíslason.

Málþing um Konráð Gíslason, málfræðing og einn Fjölnismanna, verður haldið í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 3. september næstkomandi. Málþingið hefst kl. 14:00 og endar með pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð kl. 17:00.

Á málþinginu taka til máls Hjalti Pálsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Málþingsstjóri verður Guðrún Ingólfsdóttir. Dagskráin er eftirfarandi:

  • 14:00 Hjalti Pálsson: „Konráð Gíslason! – Hvaða maður er það?“
  • 14:30 Eiríkur Rögnvaldsson: Fræðimaðurinn Konráð og íslenskan
  • 15:00  Svanhildur Óskarsdóttir: Hrærivél Konráðs og Njáluútgáfan 1875–89
  • 15:30–16:00 Kaffihlé
  • 16:00 Páll Valsson: „Hér er allt svo dauft og sem í draumi“ – Var Konráð Gíslason skáld?
  • 16:30 Sveinn Yngvi Egilsson: „…þó maður sje aldrei nema nokkurneginn einlægur, eins og jeg er“: Bréfritarinn Konráð Gíslason
  • 17:00 Pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð Gíslason 

Kakalaskáli stendur að þinginu í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir