Lífsreynsla í 60 ár

Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd: KSE
Frá Hólum í Hjaltadal. Mynd: KSE

Hólaráðstefna 3. bekkjar Z í Kvennaskólanum í Reykjavík 1971-1972 verður haldin á Hólum laugardaginn 3. september og er tilefnið 60 ára afmæli bekkjarsystranna úr umræddum árgangi Kvennaskólans. Ber hún yfirskriftina Lífsreynsla í 60 ár.

Það er Solveig Lára Guðmundsdóttir Vígslubiskup a Hólum sem setur ráðstefnuna kl 10 um morguninn. Að því loknu flytur Valgerður Kristín Brynjólfsdóttir íslenskufræðingur erindið Um herskáar konur í miðaldarímum og Guðný Ívarsdóttir sveitastjóri erindið Kynbótastarf hjá hrossum.

Að loknu kaffihléi í Auðunarstofu mun svo Anna Sverrisdóttir læknir fjalla um endaþarmsvandamál og Ása Steinunn Atladóttir hjúkrunarfræðingur flytur erindið Hvað er svona sérstakt við lúsina. Síðan mun þær Anna Gyða Guðlaugsdóttir og Dögg Pálsdóttir segja frá Jakobsveginum í máli og myndum.

Dagskráin hefst svo aftur kl 13:15, eftir matarhlé Undir Byrðunni. Þá mun Petrína Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi fjalla um Listasköpun og barnasáttmálann, Guðrún Gísladóttir fjallar um áhrif Eyjafjallagossins á íbúa og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt fjalla um Græna steinsteypu.

Að loknu kaffihléi flytur Solveig Lara svo erindi um kvennaguðfræði. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur flytur erindið Bjarni og co Hólmi, Dögg Pálsdóttir lögfræðingur flytur erindi sem hún nefnir Börnin-beittasta vopnið. Að lokum mun Solveig Lára sjá um samantekt og slit ráðstefnunnar, en henni lýkur kl. 16:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir