Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir eða bara Lilla. MYND AF SÍÐU DINEOUT
Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir eða bara Lilla. MYND AF SÍÐU DINEOUT

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.

Lilla var yngst þriggja barna apótekarahjónanna á Króknum, Jóhannesar og Kristínar, sem ráku Apótekið sitt hvorum megin við síðustu aldamót. Lilla hefur um langt árabil búið í Danmörku.

Í tilkynningu sem Vísir.is vitnar í segir að starf Jóhönnu felist einna helst í því að leiða áframhaldandi vöxt, þróun og sókn á hugbúnaði fyrirtækisins í Danmörku og afla nýrra viðskiptavina á markaðnum, ásamt því að sjá um daglegan rekstur á skrifstofu Dineout þar í landi þar sem nú starfa sex manns.

Jóhanna er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og bakkalárgráðu í alþjóðlegum sölu- og markaðsfræðum með áherslu á stjórnun frá Tækni- og viðskiptaháskólanum í Hróarskeldu. Að auki er hún með bakgrunn í hugbúnaðar- og vefþróun frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn,“ segir í tilkynningunni.

Sjá nánar á Vísir.is > 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir