Mamma Mia endurtekin

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin sl. föstudagskvöld í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar var sett á svið hinn geysivinsæli söngleikur Mamma Mia og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og verður aukasýning á morgun, fimmtudaginn kl. 17:00.

Leikstjóri er Helga Rósa Sigfúsdóttir en frumgerð tónlistar og söngtexta er eftir Abbameðlimina Benny Andersson og Björn Ulvaeus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir