Munum Stóra plokkdaginn

Stóri plokkdagurinn er nú á morgun, sunnudaginn 28. apríl, en hann var fyrst haldinn árið 2018. Um er að ræða flott samfélagsverkefni þar sem allir geta látið gott af sér leiða með því að fegra og hreinsa umhverfið í kringum sig.

Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur tekið Stóra plokkdaginn upp á sína arma og heldur utan um skipulagningu dagsins um allt land.

Hér í Skagafirði verður hægt að fara með rusl sem safnast á Stóra plokkdeginum í Flokku íbúum að kostnaðarlausu ef skilað er í glærum pokum. Skagafjörður hvetur alla íbúa, félagasamtök og fyrirtæki til að taka þátt í Stóra plokkdeginu og láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir