Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Frá tónleikum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps árið 2015. Mynd: KSE
Frá tónleikum Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps árið 2015. Mynd: KSE

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 14. janúar. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.

Hátíðin er opin utan kóranna og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku hjá Höskuldi í síma 894 8710, Pétri í síma 821 4349 eða Valborgu Hjálmtýsdóttur 869 8108. Miðaverð er krónur 6.000 og í tilkynningu er vakin athygli á því að ekki verður posi á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir