Opnar vinnustofur í Gúttó

Sólon Myndlistarfélag á Sauðárkróki verður með opnar vinnustofur í Gúttó frá 18. nóvember og til jóla. Opið verður á föstudögum frá 17 – 20 og laugardögum frá 13 – 16.

Í tilkynningu frá Sólon segir að kaffi verði á könnunni og skagfirsk list til sýnis og sölu. Þá segir að ef fólk sjái að ljós séu kveikt í Gúttó utan auglýstan tíma er alveg sjálfsagt að líta inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir