Páskaskemmtun körfunnar í Síkinu í kvöld

Páskaskemmtun körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í íþróttahúsinu á Króknum í kvöld (laugardag) en þá verður boðið upp á alvöru skrall til styrktar Stólunum. Það verða DJ Ingi Bauer, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti sem munu annast fjörið.

Raunar hófst Páskaskemmtunin í morgun með árlegu Páskamóti Molduxa þar sem átta lið áttust við.

Ballið í kvöld hefst kl. 22 og lýkur þremur tímum síðar. Húsið verður opnað kl. 22:30, aldurstakmark er 18 ár, bar á staðnum. Miðasala fer fram á Stubb, miðinn er á kr. 5.000 í forsölu en þúsund kallinum dýrari við hurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir