Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það var mikið líf og fjör á vorsýningu Skagfirsku sundmeyjanna. Mynd: FE
Það var mikið líf og fjör á vorsýningu Skagfirsku sundmeyjanna. Mynd: FE

Meyjarnar ásamt þjálfurum skörtuðu sérpöntuðum, litríkum sundhettum.Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Í kynningu á sýningunni stendur að flestar hafi meyjarnar stundað sundfimleika árum saman og sumar þeirra hafi byrjað í ballet hjá Minnu Bang. Hópurinn sem hér um ræðir stundar sundleikfimi í endurhæfingarsundlaug Sjúkrahússins og komast færri að þar en vilja enda greinilegt að það sem þar fer fram kætir bæði kropp og geð. Mikil gleði ríkti hjá hópnum og ekki spilltu hressilegir þjálfarar fyrir.  Sýningin var enda hin skemmtilegasta og ekki spurning að það var vel til fundið að bjóða gestum heim. Keppnisskapið vantaði ekki.

Fleiri fréttir