Sviðaveisla í Miðgarði

Karlakórinn Heimir í Skagafirði ætlar að brjóta upp skammdegisdrungann og efna til skemmtikvölds og sviðaveislu í Miðgarði í kvöld kl. 20. Þar verður auk sviðalappa og andlita, söngur og gamanmál eins og Skagfirðingar kannast við og eru þekktir fyrir.

„Söngstjórinn stakk upp á þessu. Við vorum að athuga hvað við gætum gert meira en bara að syngja,“ segir Gísli Árnason formaður kórsins. Þrátt fyrir þessa skemmtun hefur kórinn verið að æfa fyrir sína árlegu tónleika sem oft hafa verið kenndir við þrettándann en Gísli vill kalla þá áramótagleði nú. Þeir fara fram þann 29. desember og verða með hefðbundnu sniði.

Stór tímamót verða hjá kórnum nú í desember þar sem 90 eru liðin síðan hann var stofnaður í lok desember árið 1927. Gísli segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin æsta vor.

Vert er að hvetja sem flesta til að mæta í Miðgarð en þar mun Gísli Einarsson, tengdasonur Skagafjarðar og sjónvarpsmaður á RÚV, stýra veislunni af sinni alkunnu snilld. Auk söngs munu hagyrðingar láta gamminn geisa og fluttir verða pistlar sem eflaust eiga eftir að kitla hláturtaugarnar.

Miðapantanir eru í símum: 863 6036 - Hinrik, 865 6064 Jónas og 891 8812 Kristján.

Sjá nánar í Sjónhorninu eða á FB síðu kórsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir