Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.

Listamennirnir sem bjóða í heimsókn að þessu sinni heita Alice Kavanagh, Hannah Pacan, Jane Walker, Megan Samms, Lulie Dind, Sarah Wertzberger og Uisce Jakubczyk.

 

 

Á laugardaginn getur fólk mátað sig við tæki TextílLabsins milli kl. 12 of 16 og þá hægt að taka þátt í tuftbyssu-vinnustofu þar sem allt efni er innifalið í verði sem er 2000 kr. Einnig verður boðið upp á fyrirlestur um tufttæknina og aðstoð við sköpunarferli. Hægt er að skrá sig hjá Margréti umsjónarmaður TextílLabs: margret.katrin@textilmidstod.is.

Á sunnudeginum er opinn dagur milli 12 og 15 og hægt að nýta sér tæki í Labinu þ.e. útsaumsvél, þrívíddarprentara, þæfingarvél eða leiserskera. Nánari upplýsingar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir