Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Mynd: KSE
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Mynd: KSE

Á morgun, föstudaginn 16. desember klukkan 16, munu lestrarvinir Heimilisiðnaðarsafnsins lesa upp úr og kynna nýjar bækur. Fyrst verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og um klukkan 16:30 hefst upplesturinn.

Berglind Björnsdóttir les úr bókinni Elsku Drauma mína eftir Vigdísi Grímsdóttur, Kolbrún Zophoníasdóttir les úr bókinni Petsmo eftir Arnald Indriðason, Sigurjón Guðmundsson les úr bókinni Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur og Elín S. Sigurðardóttir les úr bókinni Prjónað af fingrum fram eftir Kristínu Schmidhauser Jónsdóttur.

„Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Upplagt tækifæri að eiga notalega skammdegisstund,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir