Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimatilbúnu hamborgarabrauði.

Beikon- og piparostafylltur hamborgari

600 g nautahakk
1 msk olía
1 rauðlaukur
1½ dl smátt skorið stökkt beikon
2 msk dijon sinnep
2 msk söxuð steinselja
1 egg
brauðrasp
2 dl rifinn piparostur
salt og pipar

Aðferð: 
Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni í nokkrar mínútur eða þar til hann er mjúkur í gegn. Mótið fjóra til fimm hamborgara. Best er að nota hendurnar til verksins!
Grillið hamborgarana í þrjár mínútur á lokuðu grilli, snúið þeim við og bætið osti að eigin vali ofan á og grillið áfram í 4 – 6 mínútur.
Það er gott að setja hamborgarabrauðin á grillið rétt í lokin. Berið borgarann fram með majonesi, dijon sinnepi, káli, tómötum og gjarnan enn meiri rauðlauk.

Heimagerð hamborgarabrauð 
6 stukki 

2½ tsk ger/25 g pressuger
25 g smjör
2½ dl mjólk
½ tsk salt
½ tsk sykur
túrmerik á hnífsoddi (má sleppa)
5½ dl hveiti (u.þ.b.) 

Til penslunar:
1 egg
1 msk sesamfræ

Aðferð:
Blandið þurrefnunum saman. Blandið þurrgerinu saman við (ef þið notið pressuger, myljið það þá út í mjólkina). Setjið mjólkina og smjörið út á þurrefnin. Blandið saman. Hnoðið í vél í 10 mínútur eða 15 mínútur í höndunum. Látið hefast í 40 mínútur. Mótið sex bollur úr deiginu og setjið á ofnskúffu (klædda með bökunarpappír). Þrýstið aðeins ofan á bollurnar til að fletja þær aðeins. Látið hefast í 30 mínútur. Áður en brauðin eru bökuð eru þau pensluð með egginu og sesamfræjum stráð yfir. Bakað í um 10 mínútur eða þar til þau eru orðin gullinbrún að lit.

Verði ykkur að góðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir