Feykir mælir með þessum partýkræsingum

Mynd og uppskrift tekin af alberteldar.com
Mynd og uppskrift tekin af alberteldar.com

Ef þú ætlar að halda upp á partý í kvöld þá eru þessar kræsingar eitthvað sem þú ættir að bjóða upp á. 

PARTÝRÉTTUR 1
Ostakúla

    400 g rjómaostur (í bláa boxinu)
    1 lítill rauðlaukur
    1 rauð paprika
    1 poki hunangsristaðar hnetur

Mæli með að gera daginn áður!

Aðferð: Takið rjómaost úr ísskápnum og hafið við stofuhita. Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál. Myndið kúlu með höndum, notið einnota hanska. Setjið filmu yfir og geymið í kæli yfir nótt. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni upp úr.


PARTÝRÉTTUR 2
Partýostur með valhnetum

    1 stk. Dala Auður
    nokkrar msk. af kirsuberjasósu (fæst í glerkrukku hjá sultunum)
    valhnetukjarnar, saxaðir
    niðursoðin kirsuber til skrauts

Aðferð: Hitið ostinn á bökunarpappír/í eldföstu fati við 180°C í um 20 mínútur. Færið hann yfir á bakka/disk, hellið sósunni yfir, stráið valhnetunum þar næst yfir og skreytið með niðursoðnum kirsuberjum. Gott að bera fram með hráskinku og kexi.

 

PARTÝRÉTTUR 3
Jarðarberjaís

    400 g frosin jarðarber
    160 g sykur
    200 ml rjómi
    50 ml vanillublanda
    1 msk. sítrónusafi

Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til úr verður jafnt krap/ þykkur þeytingur. Setjið í ísskál og hrærið á lægstu stillingu í 20 mínútur eða þar til blandan þykknar enn frekar. Hægt er að bera ísinn fram strax eða setja hann í form/eldfast mót, plasta og geyma í frysti eins og annan ís. Ef þið eigið ekki sérstaka ísskál má setja ísinn beint í form þegar hann kemur úr blandaranum og frysta í að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Mæli með að gera tvöfalda uppskrift, jafnvel þrefalda ef þið eigið von á gestum því þessi er hrikalega góður. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir