Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir Jóhann og Þórunn. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Jóhann og Þórunn. Aðsend mynd.

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“

FORRÉTTUR
Reyktur og grafinn lax með ristuðu brauði og nauðsynlegt er að  graflaxsósan sé heimagerð.

Graflaxsósa:
½ dós majones
1 vel full matskeið hunang
1 vel full matskeið sætt sinnep (franskt Dijon)
dill krydd eða ferskt dill (slatti af því)

Aðferð:
Þessu er öllu hrært saman og gott er að leyfa því að vera í skál í kæli í eina klukkustund til að leyfa því að samlagast betur.

AÐALRÉTTUR:
Lambakjöt í marineringu

2 dl matarolía
2 dl tómatsósa
2 dl vatn
2 tsk soyasósa
2 tsk karrý
5 tsk paprikukrydd
7 tsk kød og grill krydd
pressaður hvítlaukur eftir smekk eða um 6-7 lauf

Aðferð:
Öllu hráefninu er hrært vel saman og sett yfir kjötið. Gott að leyfa þessu að marinerast saman í 1-2 sólarhringa og svo er kjötið grillað eða lærið eldað í ofni.
Með þessu berum við fram kartöflur sem skornar eru í báta og velt upp úr olíu og settar í ofnskúffu. Látið sárið á kartöflunum snúa niður og setjið skúffuna í neðstu hilluna á 190°C í um klukkustund. Saltað þegar þær eru tilbúnar.  Kartöflurnar verða stökkar á þeirri hlið sem sneri niður og einstaklega góðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir