Humarfyllt nautalund og Daim ostakaka

Að þessu sinni eru það Elvar Már Jóhannsson og Sigríður Ósk Bjarnadóttir á Sauðárkróki sem koma með uppskriftir vikunnar. Humarfyllt nautalund og Daim ostakaka er á boðstólnum.

Humarfyllt nautalund

  • 1 nautalund
  • 6 til 12 humarhalar
  • 1 chili
  • 2 msk maískorn
  • 10 g graslaukur
  • salt og pipar

Saxið humarinn í grófa bita en fínsaxið graslauk og chili. Hrærið saman ásamt maískornunum. Skerið í lundina langsum og fyllið með humarblöndunni. Gott er að binda utan um lundina og loka sárinu. Steikið lundina eða grillið.

Daim ostakaka

  • 16 stk Haust hafrakexkökur
  • 125 g brætt smjör
  • 400 g rjómaostur
  • 120 g flórsykur
  • 250 g Daim kúlur eða Daim súkkulaði (brytjað)
  • ¼ l rjómi þeyttur

Aðferð

Hrærið hafrakexið og smjörið saman, setjið í lausbotna form og þjappið kexinu vel í botninn og út í kantana. Látið kólna í u.þ.b. 30 mín. Hrærið saman rjómaostinum og flórsykrinum, bætið þeytta rjómanum út í og síðan Daim kúlunum. Þessu er hellt yfir botninn. Gott er að láta kökuna bíða í smá stund í ísskáp eða á köldum stað fyrir framreiðslu.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir