Hver stenst tvílita ostaköku
Það eru þau Þórunn Jónsdóttir og Jakob Jóhannsson sem eiga uppskriftir vikunnar að þessu sinni. Rækjur og ýsa er aðaluppistaðan í uppskriftum þeirra og gómsæt tvílit ostakaka í restina til að fullkomna sæluna.
Rækjuréttur:
- 400g rækjur
- 300g majones
- 1msk Knorr prowencale
- 2 tsk karrý
- 1 græn paprika
- 1 rauð paprika
- 1 poki að hrísgrjónum (suðu poki) eða
- 2 bollar hrísgrjón
- ½ dós gular baunir.
Aðferð:
Hrísgrjónin soðin og kæld. Majones, krydd og karrý sett í skál og rækjum, papriku, gulum baunum og hrísgrjónum bætt út í og allt hrært vel saman.
Sósa
- 250 g majones
- 1msk sætt sinnep
- 1msk hunang
- 1tsk dill
- Salt og pipar
- Matarlitur
Aðferð: Öllu blandað saman og fer þetta ofan á ristað brauð.
Lúxúsfiskréttur:
- ½ tsk sítrónupipar
- ½ - 1 tsk salt
- ½ tsk paprikuduft
- 1tsk karrý
- 1 ½ tsk kjötkraftur
- 1 rauð paprika (sneidd)
- 1 græn paprika (sneidd)
- 1 laukur (saxaður)
- 2 stk gulrætur (sneiddar)
- ½ dós ananaskurl
- 1 ½ dl rjómi
- 150g rjómaostur
- 200g sveppir
- 300-400g ýsa
Aðferð:
Setjið smá klípu af smjöri í pott eða pönnu og bræðið. Paprika, laukur, gulrætur, ananaskurl og sveppir er sett í pottinn eða pönnuna og steikt lítið án þess að brúnast. Síðan er rjómaosturinn, ýsan og kryddið sett út í. Síðan er rjóminn settur í og hrært varlega í. Látið krauma við lágan hita þangað rjómaosturinn er bráðinn. Með þessu er gott að hafa hrásalat, kartöflur eða ristað brauð.
Tvílit ostakaka
- Skel.
- 250g hafrakex
- 100g suðusúkkulaði
- 75g brætt smjörlíki
Aðferð:
Skel sett í klemmuform og kexinu þrýst upp að börmunum. Kælið á meðan fyllingin er búin til.
Fylling.
- 300g hreinn rjómaostur
- 100g sykur
- 3tsk matarlímsduft eða
- 6 matarlímsblöð
- 2 egg
- 1 ½ dl mjólk
- 1tsk vanilludropar
- 2 ½ dl þeyttur rjómi
- 2-3 möndludropar
- Grænn matarlitur
Aðferð:
Hrærið rjómaostinn mjúkan. Setjið matarlímsduft og helminginn af sykrinum í pott. Léttþeytið eggjarauður og mjólk og hellið í pottinn. Hitið að suðu og hrærið í allan tímann. Takið af hitanum. Hrærið þessu saman við rjómaostinn smátt og smátt. Kælið blönduna þar til hún verður ylvolg. Þeytið eggjahvítur með vanilludropum og bætið sykrinum sem eftir er út í og stífþeytið. Mýkið rjómaosthræruna með2 msk af eggjahvítum og setjið eggjahvítur sem eftir eru varlega saman við með sleif. Blandið þeyttum rjóma varlega saman við. Skiptið hrærunni í tvennt. Blandið möndludropum og matarlit í annan hlutann og jafnið honum yfir skelina og setjið síðan hinn helminginn yfir allt. Kælið í minnst 6 tíma.
Verði ykkur að góðu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.