Innbakaðar grísakótilettur

Matgæðingarnir Einar og Freyja. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Einar og Freyja. Aðsend mynd.

Freyja Ólafsdóttir og Einar Kolbeinsson voru matgæðingar Feykis í sjötta tbl. 2018. Þau búa í Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu þar sem Einar er fæddur og uppalinn en Freyja er Skagfirðingur. Freyja er matreiðslumeistari og kennari við Húnavallaskóla en Einar er viðskiptafræðingur og ferðabóndi ásamt fleiru. „Hér á bæ snýst lífið að stórum hluta um margvíslegan matartilbúning. Afurðir sauðkinda, hrossakjét og villibráð eru þar næstum allsráðandi en tilbreyting jafnan fagnaðarefni. Svo er því sannarlega farið með eftirfandi rétt,“ segja matgæðingarnir Freyja og Einar.

Innbakaðar grísakótilettusneiðar fyrir fjóra

4 kótilettur
½ laukur
2 gulrætur
80 g sveppir
¼ rauð paprika
smjördeig

Sósan:

2 dl vatn
¼ rjómi
1 tsk blautur kjötkraftur eða teningur
Þykkt með smjörbollu eða soðnum sætum kartöflum. Hægt er að krydda þetta til t.d. með chilli krydduðu allioli ef þetta má vera örlítið sterkt en mjúkt.

Aðferð:
Notið grísakótilettur sem eru með rifbeininu á. Rifbeinið haft á en hreinsað vel og skafið af beininu. Kótiletturnar er steiktar beggja vegna. Smátt saxaður laukur, gulrætur, sveppir og rauð paprika gljáð á pönnu. Sósunni helt saman við og brauðraspinu líka. U.þ.b. ein ískúluskeið af fyllingunni sett ofan á kótilettusneiðina og þessu pakkað saman og beinið látið standa út úr. Deigið gljáð með eggjamjólk áður en þetta er sett í ofninn á 200°C í 10 mínútur.  Athugið að ofninn þarf að vera orðinn heitur áður en sett er í hann.

Meðlæti:
Gott er að hafa kryddaðar, ofnbakaðar sætkartöflur og steikt rótargrænmeti með þessu og að sjálfsögðu sósuna ásamt öðru vel völdu meðlæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir