Jólamarkaður og kveikt á jólatré á Hvammstanga

Það verður jólastemning á Hvammstanga í dag. Í félagsheimilinu verður jólamarkaður milli klukkan 11:00 og 17:00 og kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu við félagsheimilið tendruð. Þá mun Elínborg Sigurgeirsdóttir leika létt jólalög, krakkar úr grunnskólanum syngja og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur og ef vel stendur á á heimilinu hjá Grýlu gömlu verða einhverjir jólasveinar sendir til byggða með góðgæti í poka handa börnunum. 
 

Allir eru hvattir til að mæta og eiga saman góða stund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir