Kjúklingalæri í ostasósu

Þau Jónína Ögn Jóhannesdóttir og Sigurður Birgir Jónsson á Hvammstanga áttu uppskriftir vikunnar í Feyki haustið 2010. Buðu þau upp á kjúklingalæri í ostasósu og hindberjaís í skel.

Kjúklingalæri í ostasósu

  • 4 stk kjúklingalæri snöggsteikt í smjöri
  • salt
  • ½ askja sveppir, létt steiktir
  • 1 dós sveppa smurostur
  • ½ stk piparostur
  • 1 lítil dós grænn aspas
  • ½ dós ferskjur
  • matvinnslurjómi

Hrærið saman í potti ostum, þynnið út með rjómanum, síðan ferskjur og að síðustu blanda létt steiktum sveppum og aspasnum og bætt úti.
Látið kjúklingalærin í eldfast mót og hellið ostasósunni yfir, bakið í 35-40 mín við 180-200°C
Borið fram með fersku salati

 

Hindberjaís í skel

  • 6 egg
  • 100 gr sykur
  • ½-1 poki frosin hindber mixuð
  • 1 lítri rjómi

Egg og sykur vel þeytt, síðan er mixuð hindber sett saman við stífþeyttum rjómanum

Skelin

150-200 gr suðusúkkulaði brætt og breitt í botn og hliðar á springformi. Í botninn má setja ávexti t.d. jarðarber, kíví, perur. Síðan er ísblöndunni hellt yfir og allt fryst.

Sósa

  • Bræðið saman 2 stk mars, 1 stk karamellufyllt súkkulaði.
  • Þynnt út með rjóma.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir