Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Matgæðingurinn hún Viktoría Eik. Mynd aðsend.
Matgæðingurinn hún Viktoría Eik. Mynd aðsend.

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla
sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili. 

AÐALRÉTTUR
Kjúklingaréttur með piparostasósu

    4-5 kjúklingabringur
    4 stk. hvítlauksrif
    1/2 l matreiðslurjómi
    1 stk. piparostur
    1 krukka rautt pestó
    2 msk. soyasósa,
    5 - 10 dropar tabasco sósa

Aðferð: Saxa hvítlaukinn smátt og léttsteikja með smá smjöri, setja svo rjómann, piparostinn, pestóið, soyasósuna og tabasco sósuna saman við, hafa á lágum hita þangað til osturinn er bráðinn. Steikja kjúklinginn á annari pönnu á báðum hliðum og setja í eldfast mót. Hella svo sósunni yfir bringurnar og láta inn íofn við 175°C í u.þ.b. hálftíma eða þangað til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar. Ég ber þetta alltaf fram með hrísgrjónum og fersku salati.

EFTIRRÉTTUR
Súkkulaðimús

    ½ l stífþeyttur rjómi
    400 g suðusúkkulaði
    100 g smjör
    4 stk egg

Aðferð: Súkkulaðið og smjörið er brætt í vatnsbaði, eggin eru sett út í eitt í einu, og blandað vel saman, rjómanum bætt varlega við og öllu hrært saman með sleif. Það þarf að passa að halda hitastigi nægu svo að súkkulaðið harðni ekki og þó ekki of heitu svo að það sjóði ekki. Gott að bera fram með vanilluís og ferskum berjum.

Verði ykkur að góðu!
Viktoría skoraði á Kristínu Rós Blöndal að taka við næsta matgæðingaþætti Feykis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir