Pottréttur og einfaldur og góður ís

Matgæðingarnir Íris Sveinbjörnsdóttir og Eyþór Jónasson. Aðsend mynd.
Matgæðingarnir Íris Sveinbjörnsdóttir og Eyþór Jónasson. Aðsend mynd.

Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.

Aðalréttur
Pottréttur

Marinering miðað við 1 kg af kjöti:

4 eggjarauður
10 msk matarolía
4 tsk karrý
4 tsk kjötkraftur
1 tsk sykur
4 msk Worcestershiresause

Sósan:

4 msk sojasósa
4 msk kartöflumjöl
2 dl mjólk
½ l rjómi

Aðferð:
Kjötið skorið í gúllasbita og haft í marineringunni í a.m.k. þrjár klst. Best eftir því sem haft er lengur. Kjötið er brúnað á pönnu og hráefnunum í sósuna bætt við nema rjómanum. Leyft að malla í 20-25 mínútur. Rjómanum er síðan bætt við og leyft að malla í 10-15 mínútur. Gott að hafa hrísgjón og salat með.

Eftirréttur
Tobleroneís

5 dl rjómi
5 eggjarauður
5 eggjahvítur
2 msk sykur
400 g heslihnetu- og súkkulaðismjör frá Nusica eða Nutella
200 g Toblerone súkkulaði
1 hvítur marengsbotn
1 banani
60 g heslihnetur

Aðferð:
Rjóminn er þeyttur. Eggjarauður og 1 msk sykur þeytt saman, eggjahvítur og 1 msk sykur þeytt saman. Heslihnetu- og súkkulaðismjörið hitað þar til verður fljótandi. Tobleronið saxað niður og marengsbotninn brotinn niður.Öllu er blandað gróflega saman og sett í smelluform. Skilja aðeins eftir af súkkalaðismjörinu til skreytingar. Sett í frysti í minnst 5 klst. Skreytt með ristuðum hnetum, banana og súkkulaðismjörinu dreift yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir