Strumpagrautur og boost

Kiddi og Fjóla og strákarnir. MYND AÐSEND.
Kiddi og Fjóla og strákarnir. MYND AÐSEND.

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.

RÉTTUR 1
Strumpagrjónagrautur

    1,5 dl grjón
    2 dl vatn

og svo sjóða…. þið kannist við þetta!

    8 dl mjólk
    ½ tsk. salt
    1 tsk. vanilludropar (það er óskrifuð regla að missa óvart aðra teskeið af vanilludropum ofan í grautinn)
    25 g smjör (það er líka leyfilegt að vera skapandi með smjörmagnið)

Leyndó: Svo er það leynilega innihaldsefnið sem gerir þetta að

Strumpagrjónagraut:  
    Blár matarlitur

RÉTTUR 2
Boostinn

    1 lítið avocado (þetta er alltof mikið avocado)
    250 g hreint skyr
    ½ msk. gróft hnetusmjör
    ½ msk. kókosolía
    ½ dl hafrar (eða bara svona hæfilega mikið)
    vatn (þangað til að það er hægt að drekka þetta)

Ef þér finnst þetta gott á bragðið þá ertu sennilega að gera eitthvað vitlaust en maganum á þér mun líða vel.

Verði ykkur að góðu!

Næsta áskorun fór á Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðing á Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir