Villa í uppskrift í nýjasta tölublaði Feykis

Vefjur af ýmsu tagi eru vinsæll pinnamatur. Þessi mynd er þó ekki af kjúklingavefjunum sem uppskriftin er að.
Vefjur af ýmsu tagi eru vinsæll pinnamatur. Þessi mynd er þó ekki af kjúklingavefjunum sem uppskriftin er að.

Þau hvimleiðu mistök urðu í nýjasta tölublaði Feykis sem út kom í gær að lína féll út í einni uppskriftinni þannig að kjúklingavefjurnar urðu kjúklingalausar og standa því varla undir nafni, hvað þá bragði. Hér með fylgir uppskriftin eins og hún á að vera um leið og beðist er innilega afsökunar á þessari skyssu.

Vefjur með kjúklingi og ostablöndu

2 bollar smátt saxaður soðinn kjúklingur
250 g rjómaostur
½ bolli Buffalo wings sósa
¼ bolli rifinn gráðaostur
1 bolli rifinn cheddarostur
2 msk sýrður rjómi
3 vorlaukar, saxaðir
4 tortillur

Aðferð: Öllu blandað saman í skál og hrært vel, smurt á tortillurnar og rúllað upp. Geymt aðeins, jafnvel yfir nótt, og látið jafna sig. Skorið í sneiðar og þær eru tilbúnar í partýið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir