rabb-a-babb 1: Kristján Gísla

Nafn: Kristján Gíslason.
Árgangur: 1969.
Fjölskylduhagir: Trúlofaður Elínu Gretu Stefánsdóttur, 3 börn: Andrea (15), Gísli Þráinn (12) og Gunnar Hrafn (8 mánaða)
.
Starf / nám: Tónlistarmaður og grafískur hönnuður
.
Bifreið: Skoda Octavia árg. 2001
.
Hestöfl: Tja, allavega ekki skilinn eftir á ljósum
.
Hvað er í deiglunni: Skagfirðingakvöld þ. 26. mars og svo brjáluð spilamennska um allt land.Hvernig hefurðu það? Ég hef það alveg ljómandi fínt, þakka þér fyrir

.
Hvernig nemandi varstu? Ég var ágætis nemandi en nokkuð áhrifagjarn held ég. Það þurfti ekkert að suða í mér til að fá mig í einhver prakkarastrik.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Lyktin af nýja leðurjakkanum mínum og einlæg gleðin yfir nýja gítarmagnaranum frá afa.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugmaður var lengi á dagskrá en svo voru lögfræði og sálfræði líka ofarlega í huga. En svo fór maður bara í tónlistina og prentgeirann

.
Hvað hræðistu mest? Mér líður ansi illa innan um hverskyns hákarla hvort sem er á láði eða í legi.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir? Fyrsta platan sem ég eignaðist hét "The Best Disco Album in the World" Stór titill en mér fannst hún alveg standa undir nafni á sínum tíma.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Líklega myndi ég syngja ?To all the girls I loved before? í dúett með Birki Guðmundssyni.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 24 eru mínir uppáhalds þættir en því miður næ ég ekki alltaf að horfa á þá. Sjónvarpsgláp er orðinn mun minni hluti af lífi mínu en var.
Besta bíómyndin? Saving Private Ryan stendur ennþá uppúr. Opnunarsenan í þeirri mynd á seint eftir að líða mér úr minni. Ég var hreint út sagt hræddur!!
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Nú verð ég að segja Brúsi og ungfrú Paltrow.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Lakkrísrúllur!
Hvað er í morgunmatinn? Oftast fæ ég mér bláberja Skyr.is en drykkjarjógúrt er líka oft á matseðlinum.
Uppáhalds málsháttur? ?Allt er hey í harðindum nema hey, hey síbabbelúlla sís mæ beibí? Gamall málsháttur frá Kaffibrúsakörlunum. ?Oft er tóbak hættulegra en vindlar? frá sömu gárungum kemur líka sterkur inn.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Viggó Viðutan er mitt uppáhald. Viggófónninn er tvímælalaust hættulegasta hljóðfæri í heimi.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? ?Svakalega er þetta gott hjá þér Elín? Ég er ekkert rosalega góður í eldhúsinu en fiskibollur í bleikri en mitt sérsvið.
Hver er uppáhalds bókin þín? Allar bækurnar eftir John Grisham eru í uppáhaldi.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Þá færi ég á Krókinn að hitta pabba. Annar góður kostur er að fara til Køben og njóta lífsins.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fullkomnunarárátta og kæruleysi. Stórkostlega slæm blanda.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fullkomnunarárátta (passar yfirlett ekki við mína) og óheiðarleiki.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Grimsby-town!! Þetta er fyrsti staðurinn sem ég kom til á Englandi. Ég er þeirrar skoðunar að maður þurfi ekki alltaf að halda með þeim bestu.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Eyjólfur myndi hætta að koma í heimsókn ef ég segði ekki að það væri hann. En Ásgeir Sigurvins er ofarlega líka. Ólafur Stefáns í þriðja sæti.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskó Friskó virkar betur á böllum en hvorugt í miklu uppáhaldi.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Churchill kallinn stóð sig ágætlega en svo voru auðvitað Bítlarnir allir með tölu ofsa góðir.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Fyrirtækið eftir John Grisham, mynd af fjölskyldunni og talstöð með sólarrafhlöðu ;o)
Hvað sagði Tarzan þegar hann sá fílana koma hlaupandi yfir hæðina? Eru þessir komnir í trimmhópinn hjá Árna Stefáns?
p.s.  Hvernig finnst þér nýja Júróvisjónlagið? Ég er nokkuð ánægður með lagið sem slíkt en verð þó að segja að ég er búinn að heyra það 3svar en gæti þó ekki bjargað lífi mínu með því að syngja smá bút úr því. Það segir mér að lagið sé ekki mjög grípandi. Eins eru miklar efasemdir í mínu höfði um ágæti þess að Jónsi ætli að vera einn á sviðinu í Istanbúl. Lagið þyldi alveg nokkrar bakraddir og það er ansi erfitt að gera myndatökuna áhugaverða með aðeins einum manni. En á móti kemur að það eru þá engir/engar að þvælast fyrir honum á meðan ;o)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir