rabb-a-babb 10: Bragi Freyr

Nafn: Bragi Freyr Kristbjörnsson.
Árgangur: 1985.
Fjölskylduhagir: Foreldrar, tvær yngri systur og ein kærasta.
Starf / nám: Nemandi í FNV / Pizza-bakari
.
Bifreið: Daihatsu Sirion (off-road útgáfa)
.
Hestöfl: 55,6
.
Hvað er í deiglunni: Söngleikurinn Thriller sem Nemendafélagið er að setja upp. Sem á eftir að slá öll met.Hvernig hefurðu það?  Ég hef það bara alveg ljómandi gott, gaman að lifa í prófatímanum.
Hvernig nemandi ertu? Ætli ég sé ekki bara alveg prýðilegur nemandi, maður reynir að minnsta kosti þó að maður hafi engann tíma til þess.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Svona þegar ég fer að spá í það þá hlýtur það að vera hvað hann Siggi frændi borðaði óhemju mikið. Annars man ég ekkert óskaplega mikið eftir þessu, ég held að það sé vegna þess hvað mér finnst þetta ómerkilegt.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  Hvað ætlaði ég ekki að verða. Þið verðið bara að bíða eftir bókinni.
Hvað hræðistu mest? Að ná ekki á mömmu þegar ég þarf eitthvað.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)?  Master Of Puppets með Metallica er besta plata sem gerð hefur verið. Ætti að vera í hverjum einasta spilara.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Það er nú sennilega Wonderwall með Oasis.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Þegar maður nær að setjast fyrir framan skjáinn þá er það enski boltinn.
Besta bíómyndin? Án efa Pulp Fiction sem er svalasta mynd sem gerð hefur verið og svo Lord Of The Rings myndirnar sem eru flottustu myndir sem gerðar hafa verið.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Pottþétt Bruce Willis og Angelina Jolie, þau eru töffarar.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Bý á Hótel Mömmu. Þarf ekki að hafa áhyggjur af svona löguðu.
Hvað er í morgunmatinn? Það er nú yfirleitt ekki neitt, þar sem ég er ekki mikill morgun maður, kýs frekar að sofa þessar 10 mínútur.
Uppáhalds málsháttur? Enginn verður óbarinn biskup.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ég man að ég hélt alltaf óskaplega mikið upp á Heman, annars þoli ég ekki teiknimyndir þar sem þær tengjast ekkert raunveruleikanum á nokkurn hátt.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég bý til bestu pizzurnar í bænum (að eigin sögn).
Hver er uppáhalds bókin þín? Ha.... humm.... bók? Ég horfi bara á kvikmyndir í staðinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Ég er nú eiginlega alveg viss um að ég færi beinustu leið til Tælands með bakpoka og veski.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Óþolinmæði.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti, óstundvísi og áhugaleysi.
Enski boltinn - hvaða lið og af  hverju? Chelsea FC. Það byrjaði nú allt fyrir nokkrum árum þegar Brian Laudrup var hjá þeim, en greyið fékk ekkert að spila og ég fékk ekkert að sjá hann spila, en Bjarne Goldbæk kom stekur inn í hans stað og eftir það nennti ég ekkert að vera að skipta.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Mér finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með Ronaldo og Ronaldinho, þeir eru náttúrulega algjörir snillingar. Ég er nú ekki beint mikið að fylgjast með þessum dómurum, en ætli það sé ekki bara hann Robbi frændi.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal

.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Bill Gates, annars væri engin sk.com

.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? GSM síma, sólstól og sólgleraugu og síðan myndi ég vona að það kæmi sól.
Hvað er best í heimi?  Gargó og bjór á brókinni. Það er ekki nokkur einasta spurning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir