Rabb-a-babb 101: Birkir Þór

Nafn: Birkir Þór Þorbjörnsson.
Árgangur: 1990.
Fjölskylduhagir: Trúlofaður Elísabetu Eir Steinbjörnsdóttur.
Búseta: Eins og er bý ég á hotel mömmu meðan frúin er í Reykjavík fyrir sunnan í námi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Sonur Þorbjörns Gíslasonar grunnskólakennara og Helgu Jónsdóttur, bókara í Kaupfélagi Vestur Húnvetninga. Vel upp alinn á Hvammstanga.
Starf / nám: Lærði húsasmíði í FNV og gæti titlað mig húsasmið ef danskan væri ekki að vefjast svolítið fyrir mig. En ég starfa í prjónastofunni Kidka á Hvammstanga. Þar sé ég um að reyna að halda prjónavélum gangandi.

Hvernig nemandi varstu? 
 Bara svona ágætur held ég. Þurfti stundum svoldið mikið að spjalla.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Sennilega gjafirnar. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá rafmagnsgítarinn frá mömmu og pabba.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Einhverntíman ætlaði ég mér að verða smiður eða bifvélavirki.

Hvað hræðistu mest? 
 Mýs. Og loft – er mjög lofthræddur.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það var ekki neinn einn tónlistarmaður í uppáhaldi en á rúntinum var mikið hlustað lagið Canon eftir Johann Pachelbel í rokkútgáfu manns sem mig minnir að kalli sig Jerry C. Svo var lagið Lauslát með hljómsveitinni Múgsefjun líka í uppáhaldi

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Gamlárspartý með Baggalút.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? How I met your mother og spurningabomban með Loga Bergmanni.

Besta bíómyndin (af hverju)? Green Mile og Shawshank Redemption því þær fá svo góða einkun á imdb.com. og eru mjög góðar myndir.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Jón Páll var mjög flottur.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Kjötsúpu.

Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís. Það getur endað illa að borða of mikið af honum.

Hvernig er eggið best? Spælt ofan á hamborgara.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Hvað ég er óþolinmóður.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Þegar fólk er mjög neikvætt og tuðar mikið.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  
”Á meðan maður er með nef á maður aldrei nóg af neftóbaki” úr myndinni Fiskar á þurru landi. Ólafía Hrönn lék svo fyndna kellingu sem sagði þessa línu.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Við Hómer Simpson erum leiðinlega líkir.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Annar hvor Hraðfréttagaurinn því þeir eru svo fyndnir.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur (og af hverju)? The Curious Incident of the Dog in the Night-Time. Þurfti að lesa hana í ensku í FNV. Merkilega góð miðað við skólabók.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið?  Ég tala mikið um hvað mér leiðist Reykjavík. Sjálfsagt er einhverjum sem finnst ég gera of mikið af því.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu (og af hverju)? Ég er bara ánægður í núinu.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?  Að eilífu rauðhærður. Eða dvergurinn Rauðgrani

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Til Spánar eða Bandaríkjanna

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Grill, hníf og einhverja góða sósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir