rabb-a-babb 12: Siggi Geit

Nafn: Sigurður Örn Ágústsson.
Árgangur: 1970.
Fjölskylduhagir: Afar góðir - oftast nær.
Starf / nám: COO Creditinfo Group Ltd.  / Er að læra.Bifreið: Á 5 ára gamlan Opel Vectra á Íslandi og nota almennings-samgöngur erlendis.
Hestöfl: Já takk. Þau gefa lífinu gildi ? það er þessi lífrænt ræktuðu.....
Hvað er í deiglunni: Sigra sjálfan sig og svo heiminn..... það verður léttara!

Hvernig hefurðu það? Eins og oftast gott. Er allhress bara.
Hvernig nemandi varstu?  Líflegur. En þú gætir fyrirhitt einhverja sem myndu segja að ég hafi verið "skæruliði", jafnvel stundum með óknytti. Ekki trúa þeim!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þá; allt dótið og fólkið. Nú; tvímælalaust myndin. Alveg frábær mynd, maður er í sérsaumuðu leðurvesti og með svart leðurbindi. Toppiði það!
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rólegur og vitur og skemmtilegur. Hefði kannski átt að stefna á eitthvað raunhæfara?
Hvað hræðistu mest? Eigin takmarkanir og reyni því endalaust að vinna á þeim.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Fyrsta platan var með Kötlu Maríu en kandídatar í þá bestu eru U2 Joshua Tree, Steeltown með Big Country eða Doolittle með Pixies.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Næsta lag bara - og fer létt með.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)?  Homer Jay Simpson er enn besta sjónvarspefnið. Maður er dauður, þátturinn hans Hannesar var líka alveg met.
Besta bíómyndin? Shawshank Redemption er nú ansi ofarlega. Svo mæli ég með stærðfræðitryllinum Pí - allir að leigja þá snilldarmynd - og hafa svo samband og þakka mér greiðann.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Þetta eru alveg lamaðir kostir, en ég vel Bruce ? hann er sköllótt gamalmenni sem á undir högg að sækja. Búinn að tapa Demi til ofvaxins     unglíngs og þarf á því að halda að á hann sé trúað. Gwyneth af því að ég hef engan áhuga á tölvuleikjum.
Hvað er í morgunmatinn? Kornfleks og stundum hunangs-seríós.
Uppáhalds málsháttur?  Maður kennir ekki DAUÐUM hundi að sitja.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Við Hómer eigum margt sameiginlegt, en Dilbert er líka snillingur.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Glóðaristað Kornfleks er algert sælgæti. Annaðhvort það eða að kunna á síma ...

Hver er uppáhalds bókin þín? Ætli það gæti ekki verið Andvökur Stephans G.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Galapagos.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Dómharka.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Almenn leiðindi og illkvittni.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Vinur minn Eyjólfur er fyrirmyndar íþróttarmaður og toppdrengur í alla staði.  Dómara nefni ég þrjá: Pálma Sighvats, því að þegar ég var í Tindastól var gott að hafa dómara sem ekki tapaði á heimavelli! - Helgi Árnason skólastjóri á Blönduósi er afar góður dómari - sem leikmaður og sama má segja um snillinginn Hermann Arason. Frábær dómari / leikmaður.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Búðardalurinn er nú betri ? Death to Disco og það allt. Maður er svo mikill sveitamaður í sér. Enda er ?sveitamaður? hrósyrði ? og allir í NV kjördæmi að upplagi sveitamenn.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Afi minn. Allir hinir skipta litlu sem engu máli. Allavega snerta þeir mig ekki mikið. Hefði samt verið sniðugt að hitta JFK  þegar hann var upp á sitt besta.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?   Fótbolta, hest (og meri) og konu og hæfi svo bara bestu kynbótaræktun sem sögur fara af
Hvað er best í heimi? Ísland með öllum sínum kostum og göllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir