rabb-a-babb 13: Séra Guðbjörg

Nafn:  Guðbjörg Jóhannesdóttir
Árgangur: 1969
Fjölskylduhagir: Gift, Sigurði Páli Haukssyni löggilltum endurskoðanda hjá Deloitte.  Við eigum fimm, börn Berglindi Rós 13, Heklu 11, Ketil 8, Tind 7 og Esju 2.
Starf / nám:  Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli.

Bifreið: Subaru Impreza.
Hestöfl: ...ég er smeik við hross.
Hvað er í deiglunni: Drífa seríurnar upp, Ragnheiði Gröndal á fóninn og skrifa nokkrar  jólaræður.

Hvernig hefurðu það?  
Með sól í sinni.
Hvernig nemandi varstu? 
Fremur uppvöðslusöm. Mesta furða hvað hefur ræst úr mér, raunar sendu kennararnir úr grunnskóla mér blóm þegar ég var sett inní embætti hér á Krók, það má lesa eitt og annað inní það.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Hátíðleikinn.  En fyndnast var þegar amma táraðist í athöfninni, ætla hefði mátt að það væri vegna þess hve stundin var hjartnæm en það var nú öðru nær : Einlæg sorg yfir tóni prestsins.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  
Bókmenntafræðingur.
Hvað hræðistu mest? 
Ferlega hrædd um að ég fái hysterískt hláturskast næst þegar ég fæ "how do you like Iceland spurninguna":  "....hvernig líkar þér svo að búa á Sauðárkróki?"
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir?  
Bat out of Hell með snillingnum MeatLoaf, gekk dálítið mikið í svörtu á þessu tímabili með allar áhyggjur heims á herðum mér.  Keypti hana um daginn á CD, fín plata þó nafnið sé ekki heppilegt.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  
Ást og ímynda mér að ég syngi eins vel og Ragnheiður Gröndal.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Ég vildi að það væri Mósaík en ...Practice.  James Spader þarf ég að segja meira?
Besta bíómyndin?  
Get ekki valið eina: Fjögur brúðkaup og jarðaför.  Pulp Fiction.  Meaning of Life.  Passion of Christ.
Bruce Willis eða George Clooney?  
Brúsi, the strong silent type með lítið hár ...hljómar kunnuglega?
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Nacos og sósa, ostar og kex.  Ís fyrir ormanna.
Hvað er í morgunmatinn?  
Skagfirskt eðal blávatn.
Uppáhalds málsháttur?  
Það er enginn betri þú en þú.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Aðalríkur höfðingi í Gaulverjabæ.  Obbolítð íslenskt að óttast að himnarnir hrynji á hausinn á manni eða konu ef tíðin hefur verið góð.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Franska súkkulaðikakan.
Hver er uppáhalds bókin þín?  
Biblían.  Ef ég hins vegar nefni skáldsögur þá koma uppí hugann : Hundrað ára einsemd eftir G. Marques, Brekkukotsannáll og bækur Wally Lamb.  Annars er ég núna að reyna að hemja mig að rjúka ekki til Bóksalans kaupa Kleifarvatn og lesa fyrr en að jólaræðurnar eru tilbúnar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...með mann og börn í bústað í Varmahlíð ...og þó, ég gæti kanski bara keyrt?
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Fljótfærni, leti.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Hroki, skortur á kímnigáfu.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Manchester United, heillaðist af dramatískri sögu liðsins.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  
Börnunum mínum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?  
Diskóið lifir !
Hvað er best í heimi? 
Að vera elskuð af Guði og elska; Guð mann og börn.
Er guð karl eða kona? 
Guð er ástin sjálf.  Og hún hefur ekki kyn!
Uppáhalds lærisveinninn?  
Allar konurnar sem ekki eru nefndar á nafn.
Uppáhalds boðorðið? 
Tvöfalda kærleiksboðorðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir