Rabb-a-babb 134: Vignir Kjartans

Vignir Kjartans – hér í hlutverki eins ræningjans í Kardemommubænum.
Vignir Kjartans – hér í hlutverki eins ræningjans í Kardemommubænum.

Nafn: Vignir Kjartansson.     
Árgangur: Hinn frábæri 1976 árgangur sem á stórafmæli um þessar mundir.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Áslaugu Helgu Jóhansdóttur. Við eigum svo tvö börn, Víking Ævar 15 ára og Vigdísi Kolku 10 ára.
Búseta: Suðurgatan á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er sonur Kjartans Erlendssonar frá Bólstaðarhlíð, A-Hún, og Stefaníu Óskar Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal í S-Múlasýslu (en fyrir þá sem vita það ekki þá er Breiðdalur langfallegasti dalur norðan miðbaugs). Ég er alinn upp hér á Sauðárkróki, meðal annars á Skógargötuni og í Dalatúninu.
Starf / nám: Kjötiðnaðarmaður að mennt en er á milli starfa sem stendur.
Hvað er í deiglunni: Alveg hellingur af verkefnum á öllum vígstöðvum.

Hvernig nemandi varstu?  Nokkuð spakur bara held ég, svona framan af að minnsta kosti.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?  Ekkert sérstakt – þetta var samt alveg ljómandi dagur.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Stærri en Stebbi afi. Það tókst ekki, ég er nákvæmlega jafn hár og hann var. Annars hneigðist ég snemma að tónlist og ætlaði að verða bassafantur í sveru metal-bandi... það er enn möguleiki að það gangi.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Lego.

Besti ilmurinn? Lyktin í klefa Molduxanna eftir grjótharða æfingu í Litla salnum.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það hefur verið eitthvað gott grunge, til dæmis Nirvana, Pearl Jam og Alice in Chains og líklega Rage Against the Machine, Beastie Boys, Guns ‘N’ Roses, og svo allavega gamlir meistarar í bland.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Afar ólíklegt að ég fari í Kareókí en ef ég mundi láta mig hafa það yrði það líklega eitthvað með Tom Petty, til dæmis I Won’t Back Down.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ef það er einhver körfubolti í boði þá missi ég ekki af honum.

Besta bíómyndin? Get ómögulega svarað þessu en myndirnar hans Quentin Tarantino eru ofarlega á listanum.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Þeim Molduxa sem gaf boltann á mig í síðustu sókn.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Veit það ekki. Ætli ég skipti ekki skapi hraðar og betur en aðrir fjölskyldumeðlimir.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Ég er nokkuð liðtækur almennt í eldhúsinu en finnst óskaplega gaman að elda Ket ýmiskonar og hef komist þokkalega frá því.

Hættulegasta helgarnammið? Coca Cola.

Hvernig er eggið best? Hrært.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég er hryllilega óþolinmóður.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óþolinmæði.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Þessi tímalausa speki úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson, skáld og snilling.


Hver er elsta minningin sem þú átt? Elstu minnigarnar eru af Skógargötunni og nærumhverfinu þar í kring, til dæmis ofan af Móum og rólóunum.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Viggó Viðutan, Svalur og Valur, Lukku-Láki – þessir belgísku.


Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Megas. Þarfnast varla frekari skýringa.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Lord of the Rings. J.R.R.Tolkien

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Það er ekki prenthæft orðalag,sleppum því.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
Bob Dylan.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég færi til ársins 1976, 25. nóvember. Það ár voru tónleikar í Winterland Ballroom í San Francisco sem hétu The Last Waltz. Hið óviðjafnanlega The Band hélt þessa tónleika ásamt vinum sínum sem komu fram með þeim. Martin Scorsese gerði alveg stórkostlega heimildarmynd um viðburðinn sem ber sama nafn og tónleikarnir.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Hún myndi heita: Er ekkert að éta? 

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
til Ástralíu.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Vasahníf, gítar og eina flösku af McAllan.

Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Það er svo ótalmargt skemmtilegt sem hægt er að gera en að ferðast meira bæði hérlendis og erlendis er klárlega eitt af þessu, gera upp húsið og finna tíma til að spila meira á hljóðfærinn mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir