Rabb-a-babb 149: Sveinbjörg Péturs

Nafn: Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Árgangur: 1981.
Fjölskylduhagir: Einhleyp og barnlaus.
Búseta: Hvammstangi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Péturs Jóh frá Ægissíðu og Þorbjargar Sigurbjartsd frá Sólbakka í Víðidal. Ég er uppalin á Hvammstanga.
Starf / nám: Ég starfa sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV, er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá HR ásamt því að vera með einkaþjálfararéttindi frá ÍAK.
Hvað er í deiglunni: Næst á dagskrá hjá mér er vinkonuferð til New York. Svo er haustið að detta inn með tilheyrandi hauststörfum.

Hvernig nemandi varstu?  Ég held að ég hafi verið alveg ágætur nemandi. Var mjög sjaldan til vandræða og skilaði alltaf verkefnum.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Eftirminnilegast, ætli það hafi ekki verið skaflarnir út um allan Hvammstanga. Ég fermdist snjóaveturinn mikla 1995, ég hef sjaldan séð eins mikinn snjó á Hvammstanga og það ár.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
 Ég vildi verða flugfreyja en mamma sagði alltaf við mig að ég ætti frekar að stefna á að vera flugmaður eða lögfræðingur.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég átti rosalega erfitt með að gera upp á milli alls þegar ég var lítil, en ætli það hafi ekki verið einn bangsi sem var í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Besti ilmurinn? Rihanna Rebelle

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Vá, það er svo langt síðan. Örugglega Spacequeen með 10 Speed eða Vöðvastæltur með Landi og sonum.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Wannabe með Spicegirls eða Holding out for a hero með Bonnie Tyler

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi alveg afskaplega sjaldan á sjónvarpið og er því blessunarlega ekki bundin yfir því. En ég missi aldrei af júróvisjón t.d.

Besta bíómyndin? LOTR er í miklu uppáhaldi, elska svona ævintýramyndir.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Mér finnst erfitt að velja einhvern einn, við eigum svo mikið af flottu og efnilegu íþróttafólki í öllum íþróttagreinum.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Þar sem ég er ein á mínu heimili þá geri ég allt best

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Ég er rosalega lélegur kokkur er betri í að njóta matarins en að útbúa hann. En ég get hins vegar alveg græjað grillaðar kjúllabringur, sætar kartöflur, grænmeti og piparostasósu. Það klikkar aldrei.

 Hættulegasta helgarnammið? Ekkert eitt sem er kannski hættulegra en annað, en ég elska lakkrís.

Hvernig er eggið best? Sem innihaldsefni í köku.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað ég get verið óstundvís.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Dómharka í garð annara.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  
Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra. Fermingarversið sem á svo einstaklega vel við alls staðar.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Sennilega þegar ég datt á hnéð þegar ég var cirka 5 ára og fékk stærðarinnar gat sem að sjálfsögðu var ekki saumað. Þannig að eftir situr þetta myndarlega ör.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
 Stjáni blái, hann borðar alltaf spínatið sitt og er gríðarlega sterkur.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Æji mig langar bara ekki að vera fræg. Frægt fólk á sér ekkert einkalíf og mér þykir það afar leiðinlegt þeirra vegna

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég er rosalega hrifin af bókunum eftir Lars Kepler. Gríðarlega spennandi sögur sem halda manni á tánnum allan tímann.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Akkúrat!

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? 
Mér finnst erfitt að nefna einhverja eina. Það fer alveg eftir því hvort verið sé að meina fyrir heiminn eða bara mig persónulega.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara tilbaka til tímans þegar Sveinbjörg amma mín var á lífi. Ég væri til í að eiga meiri tíma með henni og fræðast meira um uppvaxtarár hennar og hennar líf.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ferðalagið fram til nú.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 til Thailands. Mig dreymir um að koma þangað, læt af því verða einn daginn.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Vatnsflösku, ketilbjöllu og bók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir