rabb-a-babb 18: Jónas Gunnars

Nafn:  Jónas Kr. Gunnarsson.
Árgangur: 1974.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með eina (prinsessu) dóttur.
Starf / nám: Flugmaður hjá Astraeus (Iceland Express) / Grunndeild málm. hjá FNV. Bifreiðasmíði hjá Iðnskóla RVK. Flugnám hjá Flugskóla Íslands.
Bifreið: Nokkrar.
Hestöfl: Heill hellingur.
Hvað er í deiglunni: Allt of margt t.d hefja störf hjá Íslandsflugi næstkomandi mánaðarmót.

Hvernig hefurðu það? 
Ótrúlega góður.
Hvernig nemandi varstu? 
Algjör ENGILL.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Hárgreiðslan.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Bóndi.
Hvað hræðistu mest? 
No Fear.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
The Wall með Pink Floyd er án vafa eitt mesta meistaraverk allra tíma.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Like a Virgin með Madonnu
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Veðrinu, eins og gömlu karlarnir.
Besta bíómyndin? 
Saving Private Ryan.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Töffarinn Bruce Willis / Ofurbomban Angelina Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Súkkulaði, þegar konan er ekki með.
Hvað er í morgunmatinn? 
Kaffi og hellingur af því.
Uppáhalds málsháttur? 
Glöggt er auga á annars lýti.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Grettir.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Steikin ásamt öllu öðru.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Útkall, Geysir er horfinn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
Ég hoppa upp í flugvél nánast alla daga en ég fæ aldrei að ráða hvert ég fer...
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Fullkomleikinn
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óstundvísi. Óheiðarleiki og hvers kyns ósiðir.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Bolta hvað?
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Enginn sérstakur, Það eiga allir hrós skilið sem nenna að hreyfa sig.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskó Friskó á fim. fös. lau.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Mikilvægustu persónurnar 20. aldarinnar eru án vafa Fjölskyldan!
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Eldspýtur, Kaffi og tannbursta.
Hvað er best í heimi? 
Samgöngusafnið í Stóragerði.
Hvað er skagfirskast? 
Söngur og reiðmennska, (ég hvorki syng né ríð út) skál og syngja Skagfirðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir