rabb-a-babb 24: Björgvin Reynis

Nafn:  Björgvin Reynisson.
Árgangur:  1973
.
Fjölskylduhagir: Alveg bærilegir, takk.
Starf / nám: Er að berjast við að klára verkfræðina í Tækniháskólanum í Lyngby. 

Hestöfl: Það eru almenningssamgöngurnar sem ráða. Og tveir jafnfljótir.
Hvað er í deiglunni: Klára lokaverkefnið. Og U2 í júlí. Tóm gleði.

Hvernig hefurðu það?  
Djöfull góður.
Hvernig nemandi varstu?  
Ég var líklega betri nemandi en ég er nú.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Ég man satt að segja ekkert alltof mikið eftir þeim ágæta degi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Úff...Örugglega lögga eða flugmaður, eða eitthvað í þeim stílnum. Ég er reyndar enn að reyna að ákveða þetta.
Hvað hræðistu mest? 
Þessa stundina hef ég nokkrar áhyggjur af því hvaða mynd þið ætlið ykkur að setja með þessum spurningum.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Fyrsta platan sem ég keypti var Love over Gold með Dire Straits. Hún er líklega enn ein af þeim bestu sem ég hef verslað um dagana.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Tja..Hér er af nógu að taka. Ætli maður segi ekki Ticket to Ride með Bítlunum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? 
Ameríska fótboltanum og Mythbusters á Discovery. Mythbusters-þættirnir eru algjör snilld.
Besta bíómyndin?  
Lord of the Rings myndirnar eru býsna góðar. Svo er auðvitað gaman að horfa á Blair Witch Project með Pétri.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?  
Clooney og Jolie.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Það er án efa snakk.
Hvað er í morgunmatinn?
Svona ½ líter af kaffi. Hollt og gott.
Uppáhalds málsháttur? 
Morgunstund gefur gull í mund.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Garfield, ekki spurning.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  
Að vera ekki fyrir.
Hver er uppáhalds bókin þín?  Erfitt val, en Round Ireland with a Fridge er býsna eftirminnileg.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...annaðhvort í sól og sumaryl eða heim að heilsa uppá vini og vandamenn.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?  
Þrjóska.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Hroki er afar hvimleiður.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?  
Arsenal, hvurs konar spurning er þetta? Byrjaði að halda með þeim fyrir c.a. 12 árum þegar Óli Arnar tróð liðinu uppá mig. Það var hið besta mál þar sem Nallarnir eru langflottastir.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Mínir uppáhaldsíþróttamenn eru reyndar báðir hættir, en það eru þeir Chris Mullin og Tony Adams. Af dómurum er engin spurning að Róbert Óttarsson hefur mikinn karakter og ber af.
Sverrir Stormsker eða Kim Larsen?  
Stormsker. Þar sem við Nökkvi Már Jónsson spiluðum eitt sinn pool við kappann. Það var mergjaður leikur.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Það hafði líklega enginn jafnmikil áhrif á öldina eins og Hitler. Því miður.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Gítarinn, golfsett og sólarvörn.
Hvað er best í heimi? 
Veit ekki með best í heimi, en það er ágætt að setjast á Nýhöfn á föstudegi og slappa af  með einn kaldann.
Hvað er danskt? 
Fólk á hjóli.
Uppáhalds flögur? 
Maruud maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir