rabb-a-babb 32: Gubbi

Nafn: Guðbrandur J. Guðbrandsson.
Árgangur: 1964.
Fjölskylduhagir: Í sambúð og á 4 börn.
Starf / nám: Tónlistarkennari.

Bifreið: Honday Sonata.
Hestöfl: Man það ekki.
Hvað er í deiglunni: Bara hitt og þetta.

Hvernig hefurðu það? 
Ég hef það bara fínt.
Hvernig nemandi varstu? 
Ég var mjög góður nemandi.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Klippingin og flauelsjakkafötin.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Poppstjarna.
Hvað hræðistu mest? 
Að fara upp í flugvél.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Ég held að það hafi verð einhver plata með Bee Gees.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Eitthvað með Elvis Prestley.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Aðþrengdar eiginkonur.
Besta bíómyndin? 
Þrjár sænskar í Týrol og Grease.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Það er Brucinn hann er svo sætur og Angelina Jolie því hún er betri leikona en Gwyneth Paltrow.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?
Möndluterta og Siríus suðusúkkulaði.
Hvað er í morgunmatinn? 
Kornflex og ristað brauð.
Uppáhalds málsháttur? 
Engin er í uppáhaldi hjá mér.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
Tinni.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Uppvaskið.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Krabbinn með gylltu klærnar.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
...ekkert því ég er svo flughræddur ? en með nokkrum töflum skoluðum niður með nokkrum bjórum þá væri það sennilega Highbury í London.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Ekkert held ég.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óstundvísi gjörsamlega óþolandi.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju?
Arsenal, útaf því þeir eru svo góðir og svo gaf Frímann bróðir mér Arsenal veifu þegar ég var lítill.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Dennis Bergkamp  og sköllótta ítalska dómaranum.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Heim í Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Það eru allir sem voru uppi á 20 öldinni því allir eru mikilvægir.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Blað,blíant og flösku.
Hvað er best í heimi? 
Súkkulaði.
Góð saga úr boltanum? 
Það var eitt sumarið að það gekk ekki nógu vel hjá okkur við vorum búnir að tapa 8 leikjum í röð og við vorum að reyna að peppa okkur upp fyrir leikinn inn í búningsklefa og vorum búnir að ná góðri stemmingu og þegar við vorum að labba út úr klefanum og út á völl þá heyrist í einum varamanninum sem hafði ekkert fengið að spila: „Reynið þið nú að vinna einn leik þarna aumingjarnir ykkar". Með þeim orðum var allt pepp úr sögunni og töpuðum við leiknum 4-2. Þetta var kannski ekki góð saga en saga var það þó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir